sun. 21. júlí 2024 19:00
Eignin er á efstu hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1956.
Draumaeldhús í 127 fm íbúð í Vesturbænum

Við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna afar sjarmerandi endaíbúð á efstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 1956. Eignin telur alls 127 fm og hefur verið innréttuð á fallegan máta. 

Eldhúsið grípur strax augað, en það er í opnu og björtu alrými ásamt borðstofu og stofu. Þar má sjá ljósa stílhreina innréttingu með góðu vinnu- og skápaplássi sem tónar fallega við fagurgulan lit sem prýðir veggi og loft rýmisins.

 

Fagurgult eldhús og dönsk hönnun

Í eldhúsinu má einnig sjá flotta útfærslu á svokölluðum tækjaskáp sem fellur inn í innréttinguna og gefur rýminu skemmtilegan karakter. Fallegir hönnunarmunir prýða einnig rýmið, þar á meðal hið fallega Drop Chandelier Bulp-ljós frá 101 Copenhagen sem er innblásið af dönskum módernisma og setur svip sinn án efa á rýmið. 

Eignin státar af fjórum svefnherbergjum og einu baðherbergi. Ásett verð er 103.900.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hjarðarhagi 40

 

 

til baka