lau. 20. júlí 2024 06:00
Á listanum eru fimm sérlega glæsileg og reisuleg einbýli á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta eru fimm dýrustu einbýli landsins

Á fasteignavef mbl.is er að finna fjölbreytt einbýlishús í öllum stærðum og gerðum á sölu. Eignirnar eru allt frá 33 til 594 fm að stærð og kosta allt frá 14.900.000 til 470.000.000 krónur.

Smartland tók saman lista yfir fimm dýrustu einbýlishúsin sem eru á sölu um þessar mundir, en þau eiga það sameiginlegt að vera sérlega glæsileg.

Laugarásvegur 35

Dýrasta einbýlið sem er á sölu um þessar mundir er við Laugarásveg í Reykjavík. Húsið er í eigu Esterar Ólafsdóttur sem rak verslunina Pelsinn í miðborg Reykjavíkur í rúmlega 40 ár ásamt eiginmanni sínum Karli J. Steingrímssyni heitnum.

Eignin telur 316 fm og var reist árið 1958, en hún státar af fimm svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum. 

Ásett verð er 470.000.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Laugarásvegur 35

https://www.mbl.is/smartland/heimili/2024/07/15/ester_selur_470_milljona_glaesihus_i_laugardalnum/

 

Stórakur 5

Næstdýrasta einbýlið á sölu er við Stórakur í Garðabæ. Eigendur hússins eru Hannes Hilmarsson, einn af stærstu eigendum flugfélagsins Atlanta, og eiginkona hans Guðrún Þráinsdóttir. Það vakti athygli síðastliðið vor þegar hjónin festu kaup á dýrasta einbýlishúsi sem selt hefur verið hérlendis, einbýlishúsi Ingu Lindar Karlsdóttur sem samkvæmt kaupsamningi seldist á 850.000.000 krónur. 

Eignin telur 386 fm og var reist árið 2015 en það var Ívar Örn Guðmundsson arkitekt sem hannaði húsið að utan sem innan. Alls eru sex svefnherbergi í húsinu.

Ásett verð er 450.000.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Stórakur 5

https://www.mbl.is/smartland/heimili/2024/06/13/keyptu_dyrasta_hus_islands_og_selja_450_milljona_lu/

https://www.mbl.is/smartland/heimili/2024/03/13/inga_lind_seldi_hollina_a_850_milljonir/

 

Gullakur 9

Við Gullakur í Garðabæ er til sölu 375 fm einbýlishús sem reist var árið 2008. Arkitekt hússins er Valdimar Harðarson hjá ASK Arkitektar. Alls eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi í húsinu. 

Ásett verð er 375.000.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Gullakur 9

 

Almannakór 11

Við Almannakór í Kópavogi stendur fjórða dýrasta einbýlishúsið sem er á sölu í dag. Eignin telur alls 413 fm og var reist árið 2014, en það var Björgvin Halldórsson arkitekt sem hannaði húsið og sá Björn Jóhannsson landslagsarkitekt um að hanna lóðina í kring. Eignin státar af sex svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. 

Ásett verð er 350.000.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Almannakór 11

https://www.mbl.is/smartland/heimili/2024/04/05/350_milljona_verdlaunahus_bjorgvins_halldorssonar_i/

 

Eikarás 5

Við Eikarás í Garðabæ er til sölu 403 fm einbýlishús sem reist var árið 2003. Alls eru fimm svefnherbergi og fjögur baðherbergi í húsinu. 

Ásett verð er 350.000.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Eikarás 5

 

til baka