fös. 19. júlí 2024 11:43
Vestfirðir fá uppfærslu á bandvídd í 200 gígabita á sekúndu í stofnneti.
Míla kynnir stóra uppfærslu

Míla hefur uppfært fyrirliggjandi stofnnet á Vestfjörðum þannig að þar verður nú bandvídd upp á 200 gígabita á sekúndu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu, en uppfærslan nýtir nýjan bylgjulengdarbúnað til að auka bandvíddina.

„Vestfirðir hafa fengið stóra uppfærslu í 200 gígabita á sekúndu bandvídd í stofnneti Mílu,“ segir í tilkynningunni.

Þá er tekið fram að ekki hafi þurft að grafa og blása nýja þræði með tilheyrandi raski. Uppfærslan tryggi að „Míla geti annað bandvíddareftirspurn á svæðinu næstu áratugi og opnar á frekari aukningu með auðveldum hætti“.

til baka