fös. 19. júlí 2024 14:00
Reynir Þór Stefánsson skoraði fimm mörk í dag.
Ísland keppir um sjöunda sætið við Noreg

Íslenska U20 ára karlalandsliðið mun keppa við jafnaldra sína frá Noregi um sjöunda sætið á Evrópumótinu í handknattleik eftir tap fyrir Svíþjóð, 30:27, í Celje í Slóveníu í dag. 

Fyrr í dag tapaði Noregur fyrir Austurríki og munu því Austurríki og Svíþjóð berjast um 5. sætið. 

Svíar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13, en í seinni hálfleik kom íslenska liðið sér aftur inn í leikinn. 

Ísland minnkaði muninn minnst í eitt mark en Svíar voru sterkari á lokasprettinum og unnu leikinn. 

Hjá Íslandi skoruðu Andri Fannar Elísson og Reynir Þór Stefánsson fimm mörk hvor. Atli Steinn Arnarson og Eiður Rafn Valsson skoruðu þá þrjú mörk hvor. 

til baka