lau. 20. júlí 2024 07:46
Enginn íslenskur smiður að störfum

Framkvæmdir við brýr og vegi yfir Hornafjarðarfljót ganga samkvæmt áætlun. Framkvæmdir hófust í ágúst 2022 og áætluð verklok eru 1. desember 2025.

Aron Örn Karlsson staðarstjóri Ístaks segir að verið sé að undirbúa steypu brúargólfs.

„Steypuvinnan tekur um 30-35 klukkustundir og unnið er á vöktum. Við bíðum eftir rétta veðrinu og stefnum á að steypa í næstu viku. Það eru kaplar inni í brúardekkinu sem eru spenntir eftir að steypan hefur náð ákveðnum styrk og þá á brúin að bera sig eftir viku. Eftir það flytjum við mótin að hinu brúarstæðinu og byrjað verður að moka undan brúnni,“ segir Aron Örn í samtali við Morgunblaðið.

 

Starfsmenn gista á Höfn og í vinnubúðum

Um 60 manns starfa við verkið og gista 44 þeirra í vinnubúðum en aðrir á Höfn.

„Vélamenn eru frá Portúgal, smiðir frá Lettlandi, Rúmeníu og Póllandi og einn vélamaður er frá Íslandi. Engir íslenskir smiðir starfa við brúargerðina,“ segir Aron Örn.

 

 

 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

til baka