lau. 20. júlí 2024 18:00
Róbert Aron Magnússon skipuleggjandi Götubitahátíđarinnar er ánćgđur međ ţátttökuna og býst viđ tugţúsunda matargesta um helgina.
Gera ráđ fyrir 50.000 gestum

Götubitahátíđ  er haldin í Hljómskálagarđinum um helgina og ţađ má međ sanni segja ađ hátíđin stćkki sífellt 

„Mađur er bara fullur tilhlökkunar. Spáin er geggjuđ og mađur fagnar ţví ţegar ţađ er svona milt og gott veđur í spánni og meira ađ segja smá sól. Viđ ţurfum ekki meira,“ segir Róbert Aron Magnússon skipuleggjandi götubitahátíđarinnar spurđur ađ ţví hvernig helgin leggist í hann. Hátíđin sem er haldin í Hljómskálagarđinum hófst í gćr og stendur fram á sunnudag. Ţar er hćgt ađ gćđa sér á réttum frá um 30 matarvögnum en í tilkynningu frá hátíđinni segir ađ um sé ađ rćđa stćrsta matarviđburđ á Íslandi.

 

Keppt er um besta götubita á Íslandi en sigurvegarinn keppir fyrir hönd Íslands í evrópsku götubitakeppninni í lok september. Sú keppni er haldin í Ţýskalandi og etja ţar kappi fulltrúar 19 ţjóđa alls.

https://www.mbl.is/matur/frettir/2024/07/08/vinnur_silli_kokkur_aftur_fyrir_besta_gotubitann/

Spurđur hvađ von sé á mörgum gestum á hátíđina segir Róbert: „Í fyrra sóttu hátíđina hátt í 50.000 mans og ég geri ráđ fyrir ađ ţađ verđi tölvert meira í ár. Fjölbreytnin og úrvaliđ er alltaf ađ aukast ţannig ađ ţetta stćkkar alltaf og stćkkar.“

Hátíđin stendur frá klukkan 12-20 í dag og frá 12 til 18 á morgun. Leiktćki og hoppukastalar verđa á svćđinu fyrir yngri kynslóđina. Ţá verđa líka bjórbíll og bubblubíll.

til baka