ţri. 23. júlí 2024 09:08
Miklar sveiflur og uppákomur í einvíginu

Óopinbera heimsmeistaraeinvígiđ í laxveiđi er enn í fullum gangi og margvíslegar vendingar hafa átt sér stađ síđustu misserin. Tóti tönn, Ţórarinn Sigţórsson er sá mađur í heiminum sem veitt hefur flesta Atlantshafslaxa eđa 21.077. Ţannig var stađan fyrir veiđitímabiliđ. Tóti er búinn ađ bćta nokkrum viđ í sumar.

Sá sem er ađ elta Tóta er Árni Baldursson sem hefur landađ hátt í tuttugu ţúsund löxum og telur sig vera um 1.500 löxum á eftir Tóta. Árni er ríflega tuttugu árum yngri en tannlćknirinn og telur sig eiga möguleika á ađ ná honum. Hann segist engu ađ síđur verđa hamingjusamur haldi Tóti titlinum.

Árni er mikill ađdáandi Tóta og segir hann mikla fyrirmynd fyrir sig og marga ađra veiđimenn.

Alls konar uppákomur hafa sett svip sinn á einvígiđ undanfarin misseri. Árni er fótbrotinn sem stendur og allar líkur á ađ hann missi af veiđitímabilinu. Tóti hefur líka átt viđ fótamein ađ stríđa en er í dag í fínu formi, eftir ţví sem Sporđaköst komast nćst. Ţađ er ţví ljóst ađ ţetta einvígi er enn í fullum gangi. Eins og Árni Baldursson orđađi ţađ, „Ég er hérna enn og hann getur ekki bara hallađ sér aftur og slakađ á. Ég veiddi 170 laxa í fyrra og ţađ er alveg möguleiki á ađ ég nái honum. Vissulega hefur veiđin minnkađ og ţađ meira ađ segja ţó ađ mađur sé ađ auka ástundun,“ hlćr Árni.

Ţó ađ ţessum tölum sé haldiđ saman meira til gamans ţá eru ţeir félagar Árni og Tóti báđir miklir keppnismenn og ţetta verđur ekki útkljáđ strax. Ferill ţessara tveggja ótrúlegu veiđimanna hefur vakiđ athygli út fyrir landsteina og fleiri en einn blađamađur hefur rćtt ţetta viđ Árna Baldursson.

Hann var gestur Dagmála Morgunblađsins í gćr og ţar barst ţetta óformlega einvígi ţessara tveggja kappa til tals. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni fer Árni Baldursson yfir stöđuna eins og hún blasir viđ honum.

Ţátturinn í heild sinni er opinn fyrir áskrifendur Morgunblađsins.

til baka