lau. 20. júlí 2024 20:10
Skemmtiferðaskipið Mein Schiff 7 var eina nótt í Reykjavíkurhöfn.
Skemmtiferðaskip á sextán hæðum sigldi til landsins

Þýska skemmtiferðaskipið Mein Schiff 7 kom nýlega við hér á landi í tvo daga en skipið, sem státar af 16 hæðum og rúmar 2.525 farþega, er nú á leiðinni til Danmerkur áður en það heldur aftur heim til Þýskalands, en það sigldi til Íslands eftir að hafa komið við í Noregi.

Skipið er afar vel búið með bíósal, sundlaugum, leikhúsi og hárgreiðslustofu meðal annars. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna og formaður Cruise Iceland, segir í samtali við Morgunblaðið að mikil ánægja ríki meðal ferðamanna sem heimsækja Ísland.

Hann lýsir farþegum skipsins sem efnuðum ferðamönnum sem bóki ferðir fram í tímann og að skemmtiferðaskipið sé flott skip. „Við höfum sagt það lengi að þessi hópur af ferðamönnum er 12-13% af heildarferðamönnum,“ segir hann.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

 

 

 

 

 

til baka