lau. 20. júlí 2024 21:36
 Erik ten Hag.
Ten Hag: Rangnick hafði rétt fyrir sér um vandamál United

Erik ten Hag tók við sem knattspyrnustjóri Manchester Unid af Ralf Rangnick árið 2022 en Rangnick var aðeins sjö mánuði í starfinu.

Áður en Rangnick fór sagði hann að félagið þyrfti „opna hjartaaðgerð“ en ekki smávægilegar breytingar.

„Það er nauðsynlegt að fá nýja frábæra leikmenn til þess að breyta viðhorfi leikmanna. Við þurfum jákvæða orku frá nýja liðinu og nýja stjóranum,“ sagði hann einnig.

„Rangnick hafði rétt fyrir sér,“ sagði ten Hag um ummælin um opnu hjartaaðgerðina og hélt áfram: „Við höfum unnið hart að þessu síðustu ár en það sem hann sagði er alveg rétt. Þetta er mjög flókin aðgerð og ég vissi það þegar ég byrjaði að þetta myndi vera erfitt,“ sagði ten Hag.

til baka