fös. 26. júlí 2024 06:30
Föstudagspítsan er extra girnileg!
Föstudagspítsa „bianca“ með kartöflum og timían

Föstudagspítsan þessa vikuna er syndsamlega ljúffeng hvít pítsa, eða „pizza bianca“, með sýrðum rjóma, kartöflum, rauðlauk, timían og chiliflögum. Uppskriftin kemur frá systrunum Helgu Maríu og Júlíu Sif, en þær halda úti uppskriftarsíðunni Veganistur.is þar sem þær deila gómsætum vegan uppskriftum. 

Uppskriftin er í miklu uppáhaldi hjá systrunum sem segja hana slá í gegn í hvert skipti sem þær bjóða vinum og fjölskyldu upp á hana. Þær mæla eindregið með því að allir smakki pítsuna og því er tilvalið að skella í hana í kvöld!

 

Hvít pítsa með kartöflum og timían

Hráefni:

Pítsadeig fyrir tvær pítsur:

Álegg:

Eftir bakstur:

Aðferð:

Pítsabotn:

  1. Hrærið saman hveiti, þurrgeri, sykri og salti í skál.
  2. Bætið vatni og ólífuolíu saman við.
  3. Deigið mun vera blautt í fyrstu, en hafið ekki áhyggjur. Ef þið notið hrærivél hnoðið þar til deigið sleppist frá skálinni. Ef þið hnoðið með höndunum byrjið á því að setja svolítið af hveiti á borðið og hnoðið það með blautum höndum. Notið svo aðferðina „slap and fold“. Það er svolítið erfitt að útskýra aðferðina en í myndbandinu hér að neðan sjáið þið hvernig það er gert. Þetta er gert í svolitla stund eða þar til deigið fer frá því að vera blautt í að verða slétt og fínt.
  4. Látið deigið hefast í sirka einn klukkutíma í skál.
  5. Deila deiginu næst í tvennt og útbúið tvær kúlur með því að draga saman kantanna á deiginu. Þetta er líka sýnt í myndbandinu hér að neðan. Leggið viskastykki yfir kúlurnar og leyfið þeim að hefast í 20-30 mínútur í viðbót.
  6. Hitið ofninn, pítsasteininn eða pítsastálið á meðan á hæsta hita sem ofninn býður uppá.
  7. Fletjið deigið ekki út með kökukefli heldur notið hendurnar til að fletja út pítsurnar.

Álegg:

  1. Hrærið sýrðum rjóma saman við hvítlauksgeira og smá salt og smyrjið á pítsadeigið.
  2. Bætið rifnum osti yfir.
  3. Skerið kartöflurnar virkilega þunnt. Ég nota mandólín svo þær verði mjög þunnar. Ég held að ostaskeri ætti líka að geta virkað. Ef þið eigið ekki mandólín eða eigið erfitt með að skera kartöflurnar mjög þunnt er ekkert mál að steikja skífurnar örlítið fyrir svo að þær verði alls ekki hráar þegar pítsan er tilbúin. Skífurnar verða svo þunnar með mandólíniað það er engin þörf á að steikja þær fyrir.
  4. Bætið rauðlauk og timían á pítsuna og toppið að lokum með smá ólífuolíu, salti og chiliflögum.
  5. Rennið pítsunni á pítsaspaða ef þið eigið svoleiðis. Mér finnst það enn erfiðasti parturinn en er að æfa mig. Bakið pítsuna þar til hún er orðin gyllt og osturinn vel bráðnaður. Ég nota pítsastál sem ég hita á hæsta hita með ofninum í sirka 40 mínútur. Ég hef stálið hátt í ofninum og baka pítsuna beint á stálinu. Ég set tvo ísbita eða lítið eldfast mót með vatni í botninn á ofninum og loka honum svo. Það tekur mig bara 3-4 mínútur að baka pítsuna á stálinu. Þetta er einnig sýnt í myndbandinu hér að neðan. Ef þið eigið ekki pítsastál og pítsaspaða er líka hægt setja deigið á smjörpappír áður en þið toppið hana með álegginu og rennið því svo beint á ofnplötu og bakið við 240°C í sirka 12 mínútur eða þar til pítsan er gyllt og osturinn bráðnaður.
  6. Takið pítsuna út og toppið með klettasalati, vegan parmesanosti, ristuðum og söltuðum möndlum, hvítlauksolíu, sítrónuberki og salti.
View this post on Instagram

A post shared by • V E G A N I S T U R . I S • (@veganistur.is)

 

til baka