lau. 27. júlí 2024 11:45
Þór spyr meðal annars um ferðaskrifstofu með skemmtilegt nafn.
Giska á starfsemi nýrra félaga

Þór Bæring hefur dálæti á að fara í spurningaleiki og spyrja þau Kristínu Sif og Bolla Má spjörunum úr. Í þetta skipti spyr hann: „Hvað gerir þetta fyrirtæki?“

Þór hefur nú nokkrum sinnum spilað þennan tiltekna spurningaleik með Kristínu og Bolla og segir hann að keppnin sé ekki búin að breytast frá því þau spiluðu síðast.

„Ég spyr ykkur um nafnið og þið eigið að giska á hvaða starfsgrein viðkomandi fyrirtæki starfar í samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins,“ útskýrir hann og bætir við að hann ætli að þessu sinni bara að spyrja út í fyrirtæki sem skráð voru á síðustu fjórum vikum.

Giska bæði á ranga starfsemi

Þór byrjar á að spyrja Bolla út í fyrirtæki á Breiðdalsvík sem heitir Í bunu ehf. og segir það í eigu manns sem heitir Herleifur.

Bolli er ekki lengi að svara og segir með sannfæringu að starfsemi félags Herleifs sé útgerð smábáta. Kristín giskar þá á að Herleifur starfi við iðnaðargrein og sé hugsanlega pípari. 

Reynast þau bæði hafa rangt fyrir sér en Þór segir þeim frá því að Í bunu ehf. sé með farþegaflutninga á landi, innanbæjar og í úthverfum.

Sammála um rétt svar

Þór beinir sinni næstu spurningu að Kristínu og spyr hver hún haldi að starfsemi félagsins Ring Ring Iceland ehf. sé. Tekur hann fram að fyrirtækið hafi verið stofnað fyrr í mánuðinum.

Kristin svarar fljótt og hljómar viss um svarið þegar hún segir: „Þetta er ferðaþjónusta.“

Bolla finnst svar hennar greinilega sannfærandi því hann svarar því sama og reynist sú ákvörðun góð því þau fá bæði stig fyrir rétt svar. Þór tekur þó fram að nákvæmt svar við spurningunni hefði verið ferðaskrifstofa.

Þór heldur áfram að spyrja Bolla og Kristínu út í skemmtileg fyrirtækjaheiti en heyra má leikinn í heild í spilaranum hér fyrir neðan.

 

 

til baka