fös. 26. júlí 2024 14:23
Setningarathöfn Ólympíuleikanna verður í kvöld.
Kort: Meiriháttar spellvirki í Frakklandi

Franska rík­is­lest­ar­fyr­ir­tæk­ið SNCF hefur staðfest að þrjár hraðlestaleiðir, Atlantique, Nord og Est, hafi orðið fyrir áhrifum meiriháttar spellvirkis á hraðlest­ar­kerfi Frakk­lands.

Þá var komið í veg fyrir árás á aðra hraðlestabraut. Á kortinu hér að neðan má sjá hvaða hraðlestatengingar um ræðir. 

 

Íkveikjutæki fundin

Patrice Vergriete, samgönguráðherra Frakklands, hefur staðfest að fjöldi íkveikjutækja hafi fundist af yfirvöldum sem rannsaka meiriháttar spellvirki á hraðlest­ar­kerfi Frakk­lands. 

Í viðtali við frönsku útvarpsstöðina TF1 sagði Patrice Vergriete að íkveikjutæki hafi fundist en neitaði að segja hver gæti staðið á bak við spellvirkin.

Hann lýsti árásunum sem „glæpsamlegu athæfi“ og sagði að öryggissveitir væru í viðbragðsstöðu.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/07/26/saksoknaraembaettid_hefur_rannsokn_a_spellvirkjunum/

Enginn lýst ábyrgð

Kveikt var í köplum eða leiðslum sem bera ör­ygg­is­upp­lýs­ing­ar til lest­ar­stjóra.

Lestarfyrirtækið Eurostar hefur einnig þurft að aflýsa ferðum og seinka. Farþegar hafa verið beðnir um að halda sig fjarri lestarstöðvum þar til þeir fá tilkynningu um að lest þeirra sé örugglega að fara af stað.

Eng­inn hef­ur lýst ábyrgð á skemmd­ar­verk­un­um.

BBC

til baka