sun. 28. júlí 2024 15:01
Birgitta Haukdal hefur notið mikilla vinsælda meðal margra.
Fundu „Birgittukonu“ á Siglufirði

Þáttastjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar komu fram á skemmtikvöldi á Siglufirði á fimmtudaginn. Hituðu þau upp fyrir kvöldið á fimmtudagsmorgninum með því að hringja í Siglfirðinga sem skráðir eru með skemmtileg atvinnuheiti á ja.is.

https://k100.mbl.is/frettir/2024/07/18/kristin_thor_og_bolli_skemmta_a_siglufirdi/

Yfirlýstur stuðningsmaður Liverpool

Þór rannsakaði þó nokkra frá Siglufirði í símaskránni en hafði tekið saman þrjár manneskjur til að kynna fyrir Bolla, Kristínu og hlustendum K100.

Byrjaði hann á að kynna Pétur Þormóðsson, en Pétur er með skráð atvinnuheiti Englandsmeistari 2020. Þór giskaði á að hann væri stuðningsmaður enska fótboltaliðsins Liverpool og tók Bolli undir með honum að það væri líklegt.

„Svo er það hann Ólafur Guðmundur Guðbrandsson,“ sagði Þór þá og bætti við: „Hann er þjóðhetja.“

Þau Bolli og Kristín voru mjög hrifin af þeim starfstitli.

Kannski mikill aðdáandi Birgittu Haukdal

Síðasta manneskjan sem Þór kynnti var kona sem heitir Hólmfríður og kveðst vera svokölluð Birgittukona.

Voru þau Bolli, Kristín og Þór hvumsa yfir þessu atvinnuheiti og veltu fyrir sér hvort það þýddi að hún væri mikill aðdáandi söngkonunnar Birgittu Haukdal.

Ákváðu þau þá að prófa að hringja í Birgittukonuna og þjóðhetjuna og heyra hvernig störfin þeirra væru.

Heyra má símtölin og samtal Þórs, Bolla og Kristínar í spilaranum hér fyrir neðan.

 

 

til baka