fös. 26. júlí 2024 18:50
Hildur Guđnadóttir og Philip Glass eiga höfundarétt á tónverki í ballettsýningunni Wuthering Heights sem Rússar hyggjast sýna í leyfisleysi.
Rússar nota tónverk Hildar Guđnadóttur og Glass án leyfis

Bandaríska tónskáldiđ Philip Glass, einn höfunda tónlistarinnar í ballettsýningunni Wuthering Heights, sakar Rússa, sem hyggjast setja verkiđ upp, um ađ nota tónlist sína og nafn sitt í auglýsingum fyrir sýninguna í leyfisleysi. Hann sakar ţá um hreinan hugverkastuld.

Tónverk ballettsins er ekki ađeins eftir Glass, heldur einnig eftir Hildi Guđnadóttur. Hún hefur ekki gefiđ frá sér yfirlýsingu varđandi máliđ.

Veit ađ alţjóđalögin eru gagnslaus eins og er

„Notkun á tónlist minni og notkun nafns míns án míns samţykkis er sjórćningjastarfsemi,“ kemur fram í tilkynningu Glass.

Rússar hyggjast setja upp ballettsýninguna í óperuhúsi sínu í Sevastapol og eiga sýningar ađ hefjast í nćstu viku. Glass birti tilkynningu á samfélagsmiđlinum X ţess efnis og sagđist vita fullvel ađ hann gćti ekki sótt rétt sinn vegna stöđunnar á Krímskaganum og vćru ţví alţjóđalög gagnslaus um ţessar mundir.

Ţađ stöđvar hann ţó ekki í ţví ađ mótmćla ţessum ţjófnađi eins og fram kemur í tilkynningunni sem má lesa hér ađ neđan.

 

 

til baka