fös. 26. júlí 2024 22:05
Mynd sem lögreglan í Sag Harbor birti af Justin Timberlake eftir ađ hann var handtekinn í júní.
Timberlake vill fá ákćru fyrir ölvunarakstur fellda niđur

Lögmađur bandaríska tónlistarmannsins og leikarans Justins Timberlakes hefur beđiđ dómara ađ vísa frá ákćru á hendur Timberlake fyrir ölvunarakstur á ţeirri forsendu ađ söngvarinn hafi ekki veriđ ölvađur ţegar hann var handtekinn í New York ríki í júní. 

Lögregla stöđvađi Timberlake í bćnum Sag Harbor, um 160 km austur af New York borg ţann 18. júní á ţeirri forsendu ađ hann hefđi ekki virt stöđvunarskyldu og bíll hans rásađi milli akreina.

Timberlake, sem er 43 ára, var á leiđ til vinar síns eftir ađ hafa snćtt kvöldverđ á veitingahúsi í bćnum. Hann var handtekinn, grunađur um ölvunarakstur.

Timberlake, sem er á tónleikaferđ í Evrópu ađ fylgja eftir plötu sinni Everything I Thought It Was, var ekki viđstaddur réttarhaldiđ í New York í kvöld. Dómarinn fyrirskipađi, ađ Timberlake skuli koma fyrir réttinn 2. ágúst nćstkomandi en hann má gera ţađ gegnum netiđ.

Carl Irace dómari féllst á ađ skođa kröfu lögmannsins, sem krafđist ţess ađ málinu yrđi vísađ frá dómi ţar sem ákćrunni vćri ábótavant.

„Lögreglan gerđi mörg mistök í ţessu máli,“ sagđi Edward Burke, lögmađur Timberlakes, í yfirlýsingu. „Mikilvćgasta stađreyndin í ţessu máli er ađ Justin var ekki drukkinn og hefđi ekki átt ađ vera handtekinn.“

til baka