fim. 22. ágú. 2024 09:50
Mark af æfingasvæðinu fyrir utan höllina flutt inn í Kórinn.
Kröfu KR hafnað, spilað í kvöld

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur hafnað kröfu KR um að félaginu verði dæmdur 3:0-sigur gegn HK vegna ófullnægjandi vallaraðstæðna í leik liðanna í þarsíðustu viku. Leikurinn fer fram í kvöld.

Upphaflegri kæru KR var vísað frá af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ en knattspyrnudeild KR áfrýjaði og fór fram á að málið fengi efnislega umfjöllun. Annað mark vallarins var brotið og HK tókst ekki að bjóða upp á löglegt mark.

KR

Upphafleg niðurstaða stendur því en dómurinn telur mótanefnd KSÍ hafa fulla heimild til að fresta leiknum. Varakröfu KR um að málið verði tekið til efnislegrar umfjöllunar er einnig hafnað.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

til baka