fim. 29. ágú. 2024 15:30
Ný heimtaug hefur verið lögð svo Skálmöld sprengi ekki kerfið.
Leggja nýjan rafstreng fyrir tónleika Skálmaldar

„Það er komið eitt og hálft ár síðan við pöntuðum gott veður og við vonum að það standist,“ segir Nanna Steina Höskuldsdóttir, atvinnu- og samfélagsfulltrúi á Raufarhöfn.

Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir stórtónleika víkingarokksveitarinnar Skálmaldar undir berum himni í Heimskautsgerðinu á Raufarhöfn um aðra helgi, laugardaginn 7. september nánar tiltekið.

Búist er við miklum fjölda gesta og hafa heimamenn skilað ófáum handtökum til að allt verði klárt þegar leikar hefjast.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2024/07/22/kaeru_vaettir_faerid_okkur_logn/

 

„Við erum bara ótrúlega lukkuleg með okkur og undirbúningur gengur vel. Nú er verið að gera og græja alls konar mál á lokametrunum. Hér leggjast allir á eitt, bæði þeir sem eru í rekstri og svo sjálfboðaliðar. Þessir tónleikar eru samfélagslegt verkefni,“ segir Nanna en um síðustu helgi kom hópur heimafólks saman til að snyrta í kringum göngubrúna Bifröst við Heimskautsgerðið. Svo eru ýmis stærri verkefni eins og lagning nýrrar heimtaugar á svæðið. Ekki veitir af enda er Skálmöld ekki þekkt fyrir neitt hálfkák í tónleikahaldi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

til baka