fim. 19. sept. 2024 10:05
„Við komum saman, kveikjum á bænaljósi, hlustum á tónlist, biðjum saman og síðast en ekki síst; tölum saman,“ segir í tilkynningu frá Víkurprestakalli.
Bæna- og samverustund í Víkurkirkju í kvöld

Bæna- og samverustund verður haldin í Víkurkirkju í kvöld klukkan 21. Mun stundin fara fram á bæði ensku og íslensku.

Leitin að Benedek Incze, sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt mánudags, hefur enn ekki borið árangur.

Benedek er frá Ungverjalandi en var búsettur í Vík og starfaði þar.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/09/17/leit_frestad_engar_visbendingar/

Biðjum saman og tölum saman

Sr. Jóhanna Magnúsdóttir mun leiða stundina sem haldin verður í kvöld.

Við komum saman, kveikjum á bænaljósi, hlustum á tónlist, biðjum saman og síðast en ekki síst; tölum saman,“ segir í tilkynningu frá Víkurprestakalli.

til baka