fim. 19. sept. 2024 13:13
Lögreglan í Ósló stóđ í ströngu í gćr og hafđi uppi mikinn viđbúnađ viđ Linderud-grunnskólann í austurhluta borgarinnar. Á myndinni sjást lögreglumenn á eftirlitsgöngu viđ Karls Jóhannsgötu í miđborg Óslóar.
Handteknir eftir skot viđ grunnskóla

Lögreglan í Ósló hefur fundiđ skotvopn sem hún telur ađ geti tengst skotum sem hleypt var af viđ Linderud-grunnskólann í Groruddalen í austurhluta borgarinnar í gćr og mbl.is greindi frá, en mikil skelfing greip um sig í ţessum stóra skóla, sem hýsir tćplega 500 nemendur, og hafđi lögregla uppi mikinn viđbúnađ á vettvangi og leitađi međ ađstođ ţyrlu og hunda ađ hugsanlegu fórnarlambi skotárásar og árásarmönnum.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/09/18/skotum_hleypt_af_vid_skola_i_oslo/

Lögregla verst allra frétta af ţví hvers kyns vopn hafi fundist en í gćr handtók hún ţrjá menn á ţrítugsaldri sem taldir eru tengjast málinu sem lögregla flokkar undir gróflega ógnun međ skotvopnum.

Komiđ viđ sögu lögreglu áđur

Hefur hinum handteknu veriđ veitt formleg stađa grunađra og sćta ţeir yfirheyrslum í dag en lögregla reiknar međ ađ fariđ verđi fram á gćsluvarđhaldsúrskurđ yfir ţeim.

Mennirnir hafa komiđ viđ sögu lögreglu áđur og telja rannsakendur hennar atburđinn í gćr ekki hafa veriđ tilviljanakenndan heldur hafi fleiri átt ţar hlut ađ máli og um einhvers konar uppgjör veriđ ađ rćđa.

NRK

VG

Dagsavisen

til baka