fös. 20. sept. 2024 07:20
Úlfur Ragnarsson, Guðmundur Arnar Sigmundsson og Anton Már Egilsson ásamt Andrési Magnússyni, fulltrúa ritstjóra, sem stýrði umræðunum.
Netógn verði tilkynnt í 112

Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Fjarskiptastofu, sagði í gær á fjölsóttum fundi Árvakurs, að hann vildi að hægt væri að hringja í neyðarnúmerið 112 til að bregðast við netárásum.

sgs

„Þar yrðir þú settur í réttan farveg og viðeigandi sérfræðingar kallaðir til. Allir vita að 112 þýðir neyð. Við höfum viljað lyfta CERT-IS þannig upp að það verði efst í huga fólks er netógn gerir vart við sig.“

Á fundinum var auk Guðmundar rætt við Anton Má Egilsson, forstjóra netöryggisfyrirtækisins Syndis, og Úlfar Ragnarsson, forstöðumann upplýsingatæknideildar Árvakurs.

afa

 

Netárás á Árvakur tilefnið

Tilefni fundarins var netárás sem gerð var á Árvakur í sumar þar sem gögn voru dulkóðuð og tekin í gíslingu. Lýst var á fundinum að stappað hefði nærri kraftaverki að koma Morgunblaðinu út daginn eftir. Eins varð fréttavefurinn mbl.is óvirkur í þrjá tíma þann dag. Vefurinn hrundi þó ekki út af árásinni sem slíkri heldur var gripið til þess ráðs að loka honum í öryggisskyni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

til baka