mið. 20. nóv. 2024 06:00
Oliver Sigurjónsson og Höskuldur Gunnlaugsson fagna sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra.
„Okkur hefði verið fleygt út úr keppninni“

„Þetta voru mjög skrítnar aðstæður en heilt yfir fannst mér þessi krafa, sem einhverjir í samfélaginu settu á félagið, ekki alveg á rökum reist,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

Höskuldur varð Íslandsmeistari í annað sinn á dögunum með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki eftir sigur gegn Víkingi úr Reykjavík í Fossvoginum en Höskuldur hefur verið fyrirliði Breiðabliks frá árinu 2020.

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2024/10/27/breidablik_islandsmeistari_i_thridja_sinn/

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/ithrottir/253983/

Hefðu fengið langt bann

Breiðablik mætti Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra en einhverjir kölluðu eftir því að Blikar myndu neita að spila leikinn vegna stríðsins á Gasa.

„Afleiðing af því hefði þýtt að þetta lið hefði til dæmis fengið 70 milljónir í sinn vasa,“ sagði Höskuldur.

„Það hefðu verið alvöru viðurlög við þessu og okkur hefði verið fleygt út úr keppninni. Við hefðum fengið langt bann í Evrópukeppnum og íslensk lið líka.

Ég skil hvaðan þetta var að koma en mér fannst þessar raddir ekki hugsa dæmið í gegn,“ sagði Höskuldur meðal annars.

Viðtalið við Höskuld í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

til baka