Jólakötturinn, verðtryggingin og íslensk nafnahefð eru meðal þess sem útlendingum finnst oft hljóma afar undarlega – og jafnvel eins og algjört bull.
Þetta kom fram í umræðu á samfélagsmiðlinum Reddit og í þættinum Ísland vaknar í gærmorgun, þar sem Bolli Már og Þór Bæring tóku málið fyrir.
„Verðtrygging, það er eitthvað sem ég hef reynt að útskýra fyrir fólki,“ sagði Þór Bæring, sem starfar mikið erlendis og lendir reglulega í því að útskýra séríslenska hluti fyrir kollegum og vinum.
„Þetta er mjög erfitt að útskýra fyrir fólki,“ bætti hann við. „Fólk bara horfir á mig og spyr: Í hvaða bananalýðveldi býrðu?“ sagði Þór, og lýsti því hversu óskiljanlegt hugtakið getur verið fyrir fólk sem ekki þekkir til.
Hér fyrir neðan má hlusta á spjallið í Ísland vaknar.