þri. 19. nóv. 2024 07:00
Frakkar eru snillingar í mótmælum og verkföllum.
Samgöngur gætu raskast í Frakklandi á næstunni

Þegar kemur að umfangi verkfallsaðgerða er Frakkland yfirleitt efst á lista yfir lönd í Evrópu. Hins vegar hefur árið 2024 verið afar rólegt í þeim efnum en þessar síðustu vikur ársins gæti orðið algjör viðsnúningur.

Síðastliðinn fimmtudag boðaði Landssamband flugmanna til verkfalls, sem hafði m.a. áhrif á flug Air France.

Búist er við að nokkur af stærstu verkalýðsfélögum Frakklands, þ.á.m. flutningastarfsmenn og bændur, grípi næst til verkfallsaðgerða.

 

Gæti raskað samgöngum fram að jólum

Næstkomandi fimmtudag munu fjögur helstu járnbrautafélög landsins fara í eins dags verkfall. Þá er hætt við mikilli röskun á samgöngum sem gæti jafnvel varað lengur, eða allt til jóla.

En verkalýðsfélögin hafa gefið það út að verkföllin gætu orðið stærri og lengri mæti frönsk stjórnvöld ekki kröfum þeirra, eða frá og með 11. desember.

Í framhaldinu er áætlað að bændur fari í verkfall sem getur falið í sér vegatálma um helstu flutningsleiðir vörubílstjóra til og frá EES-svæðinu. Þá er búist við verkföllum tveggja verkalýðsfélaga opinberra starfsmanna í byrjun desember, en tímasetningar hafa ekki verið gefnar út enn þá. 

Verkföll voru lögleidd í Frakklandi árið 1864. Frönsk verkföll eru venjulega leidd af vel öguðum verkalýðsfélögum með góðri þátttöku hlutaðeigandi, enda er litið á verkfallsaðgerðir sem félagslegan sigur.

Euro News

til baka