mið. 20. nóv. 2024 13:00
Hljómsveitarfélagarnir virðast yfir sig ánægðir með viðurkenninguna.
Slógu heimsmet á óvenjulegum stað

Kanadísk rokkhljómsveit frá Ontario sló nýverið afar áhugavert heimsmet með því að fara með hljóðfærin sín djúpt ofan í jörðu og halda þar tónleika.

Hljómsveitin Miners & Sons spilaði í 2,462 metra dýpi undir sjávarmáli inni í Kidd-námunni í Timmins sem eru dýpstu tónleikar sem haldnir hafa verið, samkvæmt heimsmetabók Guinness.

Fyrra metið, sem var 1,894 metrar, var sett af hljómsveitinni Shaft Bottom Boys í Creighton-námunni í Sudbury, Ontario, árið 2020.

 

 

 

Timminspress.

UPI.

til baka