þri. 19. nóv. 2024 10:45
Pútín í Kreml í gær.
Víðtækari heimild til notkunar kjarnorkuvopna

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun sem felur í sér víðtækari heimild Rússa til að nota kjarnorkuvopn. Litið er á þetta sem skýr skilaboð til Vesturlanda og Úkraínu.

afa

Tilkynnt var um þetta þegar 1.000 dagar eru í dag liðnir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Einnig er stutt síðan Bandaríkjamenn gáfu Úkraínumönnum leyfi til að nota langdrægar eldflaugar á rússneskri grundu.

Í nýju tilskipuninni kemur fram að Rússar muni íhuga að nota kjarnorkuvopn gegn ríki sem ekki á sjálft slík vopn ef það styður kjarnorkuríki.

afa

„Litið er á ógn af hálfu ríkis sem á ekki kjarnorkuvopn með þátttöku kjarnorkuríkis sem sameiginlega árás,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar.

„Það var nauðsynlegt að færa okkar prinsipp í takt við núverandi stöðu mála,“ bætti hann við.

aa

til baka