Mæðgurnar Sandra Lárusdóttir og Guðný Eyjólfsdóttir, eigendur snyrtistofunnar Heilsu og útlits, eru mæðgurnar á bak við nýja íslenska heilsumerkið Icelandic Wellness en þær en þær mættu í spjall í Skemmtilegri leiðina heim á dögunum þar sem þáttastjórnendurnir Regína Ósk, Ásgeir Páll og Jón Axel fengu að prófa ýmsar nýjungar.
Jón Axel prófaði þrýstistígvél í beinni útsendingu og Ásgeir setti á sig LED-grímu sem hönnuð er til að auka kollagenframleiðslu og draga úr öldrunarmerkjum.
Heilsuþjónusta fyrir landsbyggðina
Sandra segir að það hafi verið eftirspurn eftir þjónustu Heilsu og útlits á landsbyggðinni sem varð drifkrafturinn á bak við stofnun Icelandic Wellness.
„Fólkið úti á landi var oft að segja: Það er ekkert verið að hugsa um okkur. Þannig byrjaði þetta í rauninni. Mig langaði að geta þjónustað fólk heima,“ segir Sandra.
Mæðgurnar er nýbúnar að taka í sölu infrarauð teppi svokölluð sem hafa verið geysibinsæl.
Mæðgurnar hafa nýlega tekið í sölu svokölluð infrarauð teppi sem hafa notið mikilla vinsælda.
„Rauðu ljósin auka blóðflæði og eru góð fyrir hjarta- og æðakerfið. Verkjalega séð er þetta mjög gott,“ segir Sandra. Hún bætir við að teppin hjálpi meðal annars við að losa eiturefni úr líkamanum og styrkja ónæmiskerfið.
„Þetta er mjög næs, að láta nudda lappirnar svona,“ sagði Jón Axel sem vildi helst ekki fara úr þrýstistígvélunum.
„Ég finn að þetta er gott. Ég var með smá fordóma þeir eru eiginlega farnir,“ bætti hann við.
Hér má hlusta á spjallið í heild sinni.