þri. 19. nóv. 2024 13:00
Máni Arnarson og Guðrún Valdís Jónsdóttir eru að selja, ekki eina heldur tvær, eignir í Sigvaldahúsi.
Máni og Guðrún Valdís selja tvær eignir í sama húsi

Leikarinn Máni Arnarson og Guðrún Valdís Jónsdóttir, teymisstjóri hjá netöryggisfyrirtækinu Syndis, hafa sett tvær íbúðir í sama húsi á sölu. Önnur eign­in er heim­ili fjöl­skyld­unn­ar á meðan hin hef­ur verið í út­leigu. Húsið stendur við Samtún 16 í hverfi 105 Reykjavík.

Sigvaldi Thordarson teiknaði húsið sem reist var árið 1941. Húsið hefur að stærstum hluta verið tekið í gegn, bæði að innan og utan.

https://www.mbl.is/smartland/fjolskyldan/2023/08/28/mani_og_gudrun_eignudust_dottur/

Máni er vel þekktur í íslensku listalíf og hefur leikið í ótal sýningum með Improv Ísland en auk þess skrifað og leikið á sviði og skjánum. Guðrún Valdís hefur síðastliðin sjö ár starfað í tækni- og netöryggisgeiranum og var valin Rísandi stjarna ársins hjá Nordic Women in Tech Awards árið 2022. Parið eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári.  

Mjög fallega uppgert hús á vinsælum stað

Fyrri eignin telur 72 fm og státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Eldhús er með hvítri innréttingu og dökkri borðplötu. Íbúðin snýr út í rólegan, gróinn suðurgarð sem er í sameign. Ásett verð er 59.900.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Samtún 16

 

Seinni eignin er vel skipulögð íbúð í kjallara hússins. Íbúðin telur alls 58 fm og státar einnig af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Ásett verð er 49.900.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Samtún 16

 

 

 

til baka