Monsignor Jamie Gigantiello, prestur í Our Lady of Mount Carmel hefur verið sviptur embætti sínu eftir rannsókn á fjármálastjórnun hans og leyfi sem hann veitti poppstjörnunni Sabrinu Carpenter til að taka upp ögrandi tónlistarmyndband í einni af kirkjum safnaðarins.
Myndbandið, sem kom út í Bandaríkjunum þann 31. október og var tekið upp fyrir eitt nýjasta lag stjörnunnar, „Feather“, vakti mikla athygli þar sem Carpenter sést aka í bleikum líkbíl fyrir utan kirkjuna og dansa fyrir framan altarið í stuttu pilsi og með blæju, umkringd líkkistum. Þetta vakti hneykslun innan biskupsdæmisins í Brooklyn og varð til þess að rannsókn hófst á Gigantiello.
Sabrina Carpenter er einn vinsælasta poppstjarna heims í dag en hún á meðan annars þrjú lög á topplista K100, „Expresso“, „Please, please, please“ og „Taste“.
Hér má sjá umrætt myndband.
Við nánari athugun kom í ljós að presturinn hafði einnig átt í óviðeigandi fjármálaviðskiptum. Hann er sagður hafa notað kreditkort kirkjunnar fyrir veruleg persónuleg útgjöld og flutt um 1,9 milljónir dala úr sjóðum kirkjunnar yfir á reikninga tengda Frank Carone, fyrrverandi starfsmannastjóra borgarstjóra New York, Eric Adams. Carone er nú til rannsóknar vegna meintrar spillingar.
Biskupinn í Brooklyn, Robert Brennan, staðfesti í yfirlýsingu að Monsignor Gigantiello hefði ekki leitað samþykkis fyrir þessum fjármálafærslum og ekki skjalfest þær í samræmi við reglur biskupsdæmisins. Aðgerðir Gigantiello hafa verið fordæmdar sem brot á fjárfestingarstefnu kirkjunnar.
Þrátt fyrir rannsóknir alríkislögreglu hafa hvorki Gigantiello né Carone enn verið ákærðir fyrir lögbrot. Hins vegar hefur málið grafið undan trausti sóknarinnar og dregið athygli að nauðsyn strangari eftirlits með kirkjufjármálum.