Rannsóknarlögreglan í Finnlandi hefur hafið rannsókn á skemmdum á tveimur sæstrengjum milli Finnlands og Þýskalands en talið er að skorið hafi verið á þá vísvitandi.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/11/18/saestrengur_rofinn_og_grunur_um_skemmdarverk/
Í yfirlýsingu frá finnsku rannsóknarlögreglunni kemur fram að henni hafi borist beiðni um rannsókn frá fyrirtækinu Cinia Oy sem rekur sæstrenginn, sem nefnist C-Lion 1 og er um 1.200 kílómetra langur og er eina beina tenging Finnlands við Mið-Evrópu.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/11/19/segja_skemmdarverk_unnin_a_saestrengjum/
Þjóðverjar telja að skemmdirnar á sæstrengjunum í Eystrasalti hafi orðið af völdum skemmdarverka og í sameiginlegri yfirlýsingu frá utanríkisráðherrum Þýskalands og Finnlands segir að öryggi Evrópu eigi undir högg að sækja.