ţri. 19. nóv. 2024 21:00
Ljúffengur bakađur ostur međ hunangi, hnetum og rósmarín.
Osta- og hunangsveisla fyrir ostaunnendur

Heitir ostar međ sćlkerakrćsingum er nokkuđ sem ostaunnendur hafa mikiđ dálćti á. Ţessi góđa blanda af osti og hunangi er ómótstćđilega góđ og tilvaliđ er ađ skella í einn svona rétt á köldum degi.

Helena Gunnarsdóttir hjá Eldhúsperlum á heiđurinn af ţessari uppskrift en hún nýtir litla bróđur hans Stóra Dímon í ţennan rétt.  Hann nefnist Litli Dímon og er upplagđur til ađ baka međ hunangi. Ţađ má líka nota Stóra Dímon ef vill. Uppskriftina gerđi hún fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Ostaveisla ostaunnandans

Fyrir 2-3

Ađferđ:

  1. Hitiđ ofn í 170°C međ blćstri.
  2. Takiđ ostinn úr umbúđum og setjiđ í eldfast mót.
  3. Setjiđ hnetur, döđlur, hunang, olíu, rósmarín og smá sjávarsalt saman í skál og blandiđ vel saman.
  4. Skeriđ nokkrar grunnar rifur í ostinn og toppiđ hann međ hnetublöndunni.
  5. Setjiđ inn í ofn og bakiđ. Ţađ tekur 15 mínútur fyrir Litla Dímon eđa 20 mínútur fyrir Stóra Dímon eđa ţar til hneturnar eru gullinbrúnar og osturinn orđinn vel mjúkur.
  6. Beriđ ostinn fram heitan međ góđu kexi eđa súrdeigsbrauđi ađ eigin vali.
til baka