Taílenski dvergflóðhestakálfurinn Moo Deng er líklega eitt vinsælasta dýr á veraldarvefnum um þessar mundir. Hún hefur jafnvel fengið sitt eigið lag, sem er þegar komið út á nokkrum tungumálum, þar á meðal taílensku, ensku, kínversku og japönsku.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/09/27/dvergflodhestur_brytur_internetid/
Lagið „Moodeng Moodeng“ hefur náð miklum vinsældum á miðlum eins og TikTok, þar sem ótal myndbönd er að finna af flóðhestinum fræga.
Lagið er aðeins tæp mínúta að lengd og inniheldur afar einfaldan texta en lagið er samið af þekktum taílenskum tónlistarmanni, Mueanphet Ammara og var gefið út af einu stærsta útgáfufyrirtæki Taílands, GMM Music.
Moo Deng, sem er kvendýr og fær nafn sitt frá taílenskum kjötbollurétti, hefur komið að ýmsum málum en hún spáði meðal annars fyrir um sigur Donalds Trumps í forsetakosningunum vestanhafs.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/11/05/moo_deng_spair_trump_sigri/
Hér fyrir neðan má sjá ensku útgáfuna af nýja laginu: