þri. 19. nóv. 2024 16:53
Heiðdís Rós Reynisdóttir hefur fundið ástina á ný.
Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York

Heiðdís Rós Reynisdóttir förðunarfræðingur hefur verið áberandi á félagsmiðlum síðustu ár. Þar hefur hún sýnt frá glæsilegum lífsstíl sínum þar sem hún hefur skartað vel förðuðu andliti, óaðfinnanlegu hári og fínum fatnaði. Nú hefur Heiðdís Rós fundið ástina á ný eftir að hún losnaði úr ofbeldissambandi. Sá heppni heitir Med Laameri og er bílasali í New York. Vísir greinir frá þessu. 

Heiðdís Rós starfaði hérlendis við förðun áður en hún hélt til Bandaríkjanna á vit ævintýranna. Hún rekur fyrirtækið The Dutchess Life VIP sem sér um lúxusferðir fyrir hina efnameiri í Ameríku. 

Fyrrverandi kaffærði hana í ást

Heiðdís sagði frá ofbeldinu sem hún varð fyrir í viðtali á Smartlandi: 

„Þegar allt gerðist var alltof mik­il pressa á mér að segja mína sögu og ég tók þá ákvörðun að bíða með það og díla við það innra með mér og mín­um nán­ustu. Mér fannst líka á þeim tíma það hafði varla skipt máli því það var al­gjör­lega búið að sverta mann­orð mitt og ímynd. Það voru fullt af sögu sögn­um og lyg­um sem ég var ekki til­bú­in að svara því ég var bara í and­legu áfalli og var mjög kvíðin. Ég var ekki ég sjálf. Mér leið hörmu­lega og ég var skít hrædd um líf mitt. Ég hætti að borða og sofa. Eg hef gengið í gegn­um marga hluti í líf­inu en þetta er eitt erfiðasta tíma­bil ég gengið í gegn­um,“ sagði Heiðdís Rós í viðtali við Sonu Sif Þórólfsdóttur. 

Hún seg­ir að fyrst þegar þau kynnt­ust hafi hún verið yfir sig hrif­in. Fyr­ir fyrsta stefnu­mótið sendi hann henni skila­boð um að pakka í ferðatösku ef þau skildu smella sam­an. Það gerðu þau held­ur bet­ur og eyddu næstu 92 dög­un­um sam­an.

„Þetta var ást við fyrstu sýn og vor­um við lík að sumu leiti. En ég fór að sjá aðra hlið á hon­um og upp­götvaði aðra hlið á hon­um þegar lengra leið á sam­bandið. Ég fór að taka eft­ir mikl­um skapsveifl­um. Við vor­um kannski að dansa í eld­hús­inu og næstu tíu mín­út­urn­ar öskraði hann á mig og rakkaði niður. Hann byrjaði ít­rekað að slá til mín, bíta mig, taka um háls­inn á mér, henda mér til og frá og segja að ég sé viðbjóðsleg og talaði illa um fjöl­skyld­una mína. Þetta var ekki bara of­beldi gegn mér held­ur hafði þetta mik­il áhrif á fjöl­skyld­una mína líka,“ seg­ir Heiðdís.

 

https://www.mbl.is/smartland/stars/2020/08/21/heiddis_ros_opnar_sig_um_heimilisofbeldi/

 

View this post on Instagram

A post shared by Heiddis Ros Reynisdottir💄🇮🇸♈️ (@hrosmakeup)

 

 

til baka