Heiðdís Rós Reynisdóttir förðunarfræðingur hefur verið áberandi á félagsmiðlum síðustu ár. Þar hefur hún sýnt frá glæsilegum lífsstíl sínum þar sem hún hefur skartað vel förðuðu andliti, óaðfinnanlegu hári og fínum fatnaði. Nú hefur Heiðdís Rós fundið ástina á ný eftir að hún losnaði úr ofbeldissambandi. Sá heppni heitir Med Laameri og er bílasali í New York. Vísir greinir frá þessu.
Heiðdís Rós starfaði hérlendis við förðun áður en hún hélt til Bandaríkjanna á vit ævintýranna. Hún rekur fyrirtækið The Dutchess Life VIP sem sér um lúxusferðir fyrir hina efnameiri í Ameríku.
Fyrrverandi kaffærði hana í ást
Heiðdís sagði frá ofbeldinu sem hún varð fyrir í viðtali á Smartlandi:
„Þegar allt gerðist var alltof mikil pressa á mér að segja mína sögu og ég tók þá ákvörðun að bíða með það og díla við það innra með mér og mínum nánustu. Mér fannst líka á þeim tíma það hafði varla skipt máli því það var algjörlega búið að sverta mannorð mitt og ímynd. Það voru fullt af sögu sögnum og lygum sem ég var ekki tilbúin að svara því ég var bara í andlegu áfalli og var mjög kvíðin. Ég var ekki ég sjálf. Mér leið hörmulega og ég var skít hrædd um líf mitt. Ég hætti að borða og sofa. Eg hef gengið í gegnum marga hluti í lífinu en þetta er eitt erfiðasta tímabil ég gengið í gegnum,“ sagði Heiðdís Rós í viðtali við Sonu Sif Þórólfsdóttur.
Hún segir að fyrst þegar þau kynntust hafi hún verið yfir sig hrifin. Fyrir fyrsta stefnumótið sendi hann henni skilaboð um að pakka í ferðatösku ef þau skildu smella saman. Það gerðu þau heldur betur og eyddu næstu 92 dögunum saman.
„Þetta var ást við fyrstu sýn og vorum við lík að sumu leiti. En ég fór að sjá aðra hlið á honum og uppgötvaði aðra hlið á honum þegar lengra leið á sambandið. Ég fór að taka eftir miklum skapsveiflum. Við vorum kannski að dansa í eldhúsinu og næstu tíu mínúturnar öskraði hann á mig og rakkaði niður. Hann byrjaði ítrekað að slá til mín, bíta mig, taka um hálsinn á mér, henda mér til og frá og segja að ég sé viðbjóðsleg og talaði illa um fjölskylduna mína. Þetta var ekki bara ofbeldi gegn mér heldur hafði þetta mikil áhrif á fjölskylduna mína líka,“ segir Heiðdís.
https://www.mbl.is/smartland/stars/2020/08/21/heiddis_ros_opnar_sig_um_heimilisofbeldi/