Donald Trump, verđandi Bandaríkjaforseti, hefur skipađ Lindu McMahon, fyrrverandi yfirmann fjölbragđaglímusambandsins World Wrestling Entertainment, sem nćsta menntamálaráđherra Bandaríkjanna en Trump hefur heitiđ ţví ađ leggja ráđuneytiđ niđur.
Trump lýsti McMahon sem „mikilli baráttukonu fyrir réttindum foreldra“ í tilkynningu.
McMahon er ein af ţeim sem hafa umsjón međ valdaskiptum Trumps ţangađ til hann snýr aftur í Hvíta húsiđ í janúar. Teymiđ sem hún hefur umsjón međ hefur ţađ verkefni ađ ráđa í um 4.000 störf sem tengjast nýju ríkisstjórninni.
Reynslulítil í stjórnmálum
McMahon er reynslulítil í stjórnmálum en Trump sagđi hana hafa veriđ í stjórn menntamála í ríkinu Connecticut í tvö ár og veriđ í stjórn háskólans Sacret Heart, sem er einkaskóli kaţólskra.
McMahon yfirgaf glímusambandiđ áriđ 2009 og fór í frambođ til sćtis í bandarísku öldungadeildinni, án árangurs. Hún hefur veitt stórfé í kosningabaráttu Trumps.
Frá árinu 2021 hefur hún veriđ formađur Miđstöđvar bandaríska verkamannsins hjá stofnuninni America First Policy Institute, sem styđur Trump.
Í kosningabaráttu sinni hét Trump ţví ađ leggja niđur menntamálaráđuneytiđ ţegar hann sneri aftur í Hvíta húsiđ.
„Ég er alltaf ađ segja ţetta. Ég get ekki beđiđ eftir ţví ađ snúa mér ađ ţessu. Viđ munum á endanum leggja niđur menntamálaráđuneytiđ,“ sagđi Trump í september í rćđu í Wisconsin-ríki.