mið. 20. nóv. 2024 12:37
Veislustjórinn Árveig Lilja Bjarnadóttir fylgdist með gangi mála í hverju skúmaskoti Arena og kannar hér stöðuna í raðeinvígum Vargsins við gesti og gangandi.
Vargurinn réði ekki við Nu­t­ella

Sannkölluð árshátíðarstemning sveif yfir Counter Strike-samfélaginu á úrslitakvöldi Ljósleiðaradeildarinnar og eins og sjá má á meðfylgjandi myndasyrpu hélt veislustjórinn Árveig „Nu­tella“ gleðinni gangandi, af öryggi landsliðsfyrirliðans, frá miðjum degi fram á nótt.

 

Spenn­an í Ljós­leiðara­deild­inni náði há­marki að kvöldi laug­ar­dagsins 16. nóvember þegar úr­vals­deild­arliðin Dusty og Þór börðust um Íslands­meist­ara­titil­inn í Coun­ter Strike í Ar­ena á Smára­torgi.

 

Fjörið byrjaði þó miklu fyrr og stóð mun lengur en mikið var um dýrðir og stans­laust stuð all­an keppn­is­dag­inn og langt fram eft­ir kvöldi. 

 

Veislugestum bauðst, meðal margs annars, að láta reyna á skot­fimi sína og hæfni í Coun­ter Strike. Annars vegar í keppni um hver væri markvissasta Red Bull hetj­an með því að ná að fella flesta á 60 sekúndum og hins vegar með því að ná sigri gegn Coun­ter Strike-goðsögn­inni Arn­ari „Varg“ Ingvars­syni og geta þannig talist Ljósleiðaraskyttan.

 

Veislustjórnin var í öruggum höndum Árveigar Lilju „Nu­tella“ Bjarna­dótt­ur, fyr­irliða ís­lenska kvenna­landsliðsins í Coun­ter Strike, sem var með alla þræði í hendi sér og lét sér til dæmis ekki muna um að vera sú eina sem náði að leggja goðsögnina „Varginn“ að velli.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 













til baka