mið. 20. nóv. 2024 11:50
Úkraínskir hermenn í Dónetsk-héraði.
Fordæma ákvörðun um jarðsprengjur

Alþjóðleg samtök sem berjast gegn jarðsprengjum (ICBL) hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkjanna um að útvega Úkraínumönnum jarðsprengjur til að nota gegn fótgangandi hermönnum í stríðinu gegn Rússlandi.

Samtökin segjast „fordæma þessa hræðilegu ákvörðun Bandaríkjanna“ í yfirlýsingu.

Jarðsprengjurnar sem um ræðir eru notaðar gegn mannfólki en ekki skriðdrekum, til að mynda.  

Samtökin bæta við að þau, ásamt bandarískum samtökum sem berjast einnig gegn jarðsprengjum, ætli að reyna að fá Bandaríkin til að hætta við ákvörðun sína.

Úkraína „verður að lýsa því yfir að hún geti ekki og vilji ekki taka við þessum vopnum,“ sagði einnig í yfirlýsingunni.

afa

Stutt er síðan Bandaríkjastjórn gaf Úkraínumönnum grænt ljós á að nota langdrægar eldflaugar á rússneskri grundu.

til baka