mið. 20. nóv. 2024 12:55
Fjallið Kizilkaya.
Tvíburasystur týndust í Tyrklandi

Björgunarsveitir leita tveggja hvítrússneskra systra sem hafa verið týndar síðan á mánudaginn eftir að þær fóru í fjallgöngu í miðhluta Tyrklands.

Hvítrússneska sendiráðið greindi frá þessu.

„Við höfum ekkert heyrt frá systrunum tveimur og erum enn að leita að þeim,“ sagði talsmaður sendiráðsins.

Tvíburasysturnar eru 36 ára og lögðu af stað til að klífa fjallið Kizilkaya, sem er 3.771 metra hátt, á laugardaginn. Búist var við þeim til baka í grunnbúðir á mánudaginn.

Um 15 björgunarsveitarmenn hafa leitað að þeim, án árangurs.

til baka