Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari og Kristján Einar Sigurbjörnsson, jafnan kallaður Kleini, sjá vart sólina hvort fyrir öðru og njóta þess að gefa innsýn í samlíf sitt á samfélagsmiðlum.
Hafdís Björg deildi á dögunum eldheitri mynd af sér og unnustanum í tilefni af því að liðin eru tvö ár frá því að Kristján Einar losnaði úr fangelsi.
„Two years free, and now you’re locked up with me – this sentence is for life,” skrifaði Hafdís Björg við færsluna.
Kristján Einar var dæmdur í tæplega fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldisfullt rán og tilraun til ráns í borginni Malaga á Suður-Spáni í mars 2022. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði.
https://www.mbl.is/folk/frettir/2022/11/19/kleini_laus_ur_fangelsi_hefur_sogu_ad_segja/
Hafdís Björg og Kristján Einar byrjuðu saman í lok mars 2023 og hafa verið fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum. Á þessu rúmlega eina og hálfa ári hafa þau trúlofað sig, byrjað að búa saman og tekið samfélagsmiðlapásu svo eitthvað sé nefnt.
Parið er nú á fullu að undirbúa opnun á sinni eigin húsgagnaverslun.
https://www.mbl.is/smartland/stars/2024/10/10/hafdis_og_kleini_aaetla_ad_opna_husgagnaverslun/