Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur gert fjögurra ára samning við íþróttavöruframleiðandann Adidas.
Þetta tilkynnti HSÍ á heimasíðu sinni en landslið Íslands hafa undanfarin tuttugu ár leikið í búningum frá Kempa.
HSÍ og Adidas unnu síðast saman árið 1997 en kvennalandsliðið mun klæðast nýjum búningi Adidas á Evrópumótinu sem hefst í lok mánaðarins í Austurrík, Ungverjalandi og Sviss.
Þá mun karlalandsliðið klæðast nýrri keppnistreyju Adidas á heimsmeistaramótinu í janúar sem fram fer í Króatíu, Danmörku og Noregi.
https://www.mbl.is/sport/handbolti/2024/11/13/adidas_nyr_samstarfsadili_hsi/