miđ. 20. nóv. 2024 22:00
Hendrikka Waage og Sturla Sigurjónsson sendiherra.
Hendrikka Waage međ einkasýningu í Lundúnum

Hendrikka Waage, skartgripahönnuđur og listakona, opnađi einkasýningu á verkum sínum í Sendiráđi Íslands í Lundúnum í síđustu viku. Sýningin ber titilinn Hinn Heilagi Stađur og má á henni sjá grípandi málverk af andlitum kvenna.  

Hendrikka er búsett í Lundúnum og hefur ferill hennar veriđ í stöđugri ţróun og vaxiđ ár frá ári. Undanfarin 20 ár hefur skartgripahönnun átt hug hennar en síđustu ár hefur orka Hendrikku og listsköpun beinst ađ málverkum í seríunni Yndislegar persónur. 

Í seríunni er áherslan lögđ á konur međ eitt eyra ţar sem Hendrikka skyggnist inn í heim upplýsingaóreiđu og mikilvćgi ţess ađ sía út ţađ sem skiptir raunverulega máli og međtaka ţćr upplýsingar. 

https://www.mbl.is/ferdalog/frettir/2020/04/15/einangrun_skerpir_einbeitingu/

Hendrikka var um tíma búsett í Tókýó og er undir miklum áhrifum frá árum sínum ţar sem og ríkri menningu borgarinnar. Verk Hendrikku á sýningunni eru undir áhrifum Torii-hliđsins ţar sem sú byggingarlist leggur áherslu á breytinguna frá hinu venjubundna yfir í ţađ heilaga og má oft sjá viđ innganginn á Shinto-altarinu. En altariđ markar landamćrin á milli hinnar venjulegu heimsmyndar og hins heilaga stađ ţar sem guđirnir búa. 

 

til baka