Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham ætla að áfrýja sjö leikja banninu sem úrúgvæski miðjumaðurinn Rodrigo Bentancour var úrskurðaður í á dögunum.
Bentancur lét óviðeigandi ummæli falla um samherja sinn hjá Tottenham, Son Heung-min, í sjónvarpsviðtali í heimalandi sínu þar sem hann gaf það í skyn að allir Asíubúar litu eins út.
Hann var úrskurðaður í sjö leikja bann af enska knattspyrnusambandinu og þá fékk hann einnig 17 milljón króna sekt vegna atviksins.
Forráðamenn Tottenham samþykkja það að Bentancur hafa brotið siðareglur deildarinnar en eru ósáttir með lengd bannsins.
https://www.mbl.is/sport/enski/2024/11/18/sjo_leikja_bann_og_17_milljona_krona_sekt/