mið. 20. nóv. 2024 20:44
Verkföll kennara hófust í níu skólum 29. október.
Á algjöru frumstigi eftir þrjár vikur af verkfalli

Kjaraviðræður Kennarasambands Íslands, ríkis og sveitarfélaga eru enn á algjöru frumstigi. Fundað var í allan dag og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið.

Þetta segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is.

Fundað var í gær einnig, þegar sautján dagar höfðu liðið frá síðasta formlega samningafundi.

Verkföll hófust í níu skólum þriðjudaginn 29. október. Þar af eru fjórir leikskólar, þrír grunnskólar, einn framhaldsskóli og einn tónlistarskóli. Nú á mánudag hófst verkfall í tíunda skólanum sem er Menntaskólinn í Reykjavík. 

Þrír grunnskólar bætast svo við á mánudag, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. 

Verkföllin eru ótímabundin í leikskólunum en tímabundin á hinum skólastigunum.

Tíundi skólinn bætist við

 

Deila um hvað felst í samkomulaginu 

Ástráður segir að á fundinum í dag hafi verið rætt um leiðir sem hægt væri að fara til að halda viðræðunum áfram. Auk þess fengu samninganefndirnar fræðslu frá sérfræðingum frá Jafnlaunastofu um virðismat starfa.

Deilurnar snúast fyrst og fremst um að samkomulag frá árinu 2016 verði efnt. 

Samningsaðilar deila um hvað felist í samkomulaginu og hvernig eigi að uppfylla það. 

Að mati Kennarasambandsins snýst samkomulagið meðal annars um að grunnlaunasetning sérfræðinga í fræðslugeiranum og annarra sérfræðinga á opinberum markaði verði jafnsett launum á almennum markaði. Í því felst meðal annars að finna viðmiðunarhópa. 

Kröfugerðin skýr en upphæðin ekki

Enginn fallið frá kröfum um viðmiðunarhópa

Ástráður segir að enginn hafi fallið frá kröfum um viðmiðunarhópa heldur sé leitað leiða til að nálgast þá umræðu á annan hátt en hefur verið gert. Því samtali sé ekki lokið. 

„Það er alltaf hægt að finna leiðir til að nálgast markmiðin og við erum meðal annars að skoða hvort við getum það.“

Setja til hliðar í bili kröfu um viðmiðunarhópa

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/20/thad_er_bara_god_vinna_i_gangi/

til baka