Bókmenntahátíðin Iceland Noir hófst með formlegum hætti í dag og stendur fram á laugardag. Stór hópur alþjóðlegra gesta hefur boðað komu sína og má þar meðal annars nefna leikstjórann Robert Zemeckis sem leikstýrði Back to the Future-kvikmyndunum.
Zemeckis var spurður spjörunum úr á hátíðinni þar sem finna mátti eftirlíkingu af DeLorean-bílnum kunna úr kvikmyndabálknum.
Bróðir Díönu mætir
Rithöfundarnir Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir eru upphafsmenn hátíðarinnar og hafa borið hitann og þungann af skipulagningu hennar.
Ásamt Zemeckis sækja fleiri heimsþekktir gestir hátíðina að þessu sinni og má í því samhengi nefna Spencer lávarð, bróður Díönu prinsessu. Metsölurithöfundana Ann Cleeves og Brendu Blethlyn og barnabókahöfundinn David Walliams.
„Við höfum reynt að kasta út netinu sem víðast þegar við erum að fá gesti til að koma. Það er mesta furða hvað fólk er alltaf til í að koma til Íslands þegar maður biður fallega,“ sagði Ragnar í viðtali við Morgunblaðið í gær.
Sjá má dagskrá hátíðarinnar hér.