mið. 20. nóv. 2024 19:17
Sigvaldi Björn Guðjónsson í leik með Kolstad.
Naumt tap í Meistaradeildinni

Íslendingalið Kolstad tapaði naumlega fyrir Aalborg, 30:28, þegar liðin áttust við í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í Danmörku í kvöld.

Kolstad er áfram í sjötta sæti riðilsins með sex stig en Aalborg fór með sigrinum upp í annað sæti þar sem liðið er með níu stig.

Sigvaldi Björn Guðjónsson lét vel að sér kveða sem fyrr í liði Kolstad og skoraði fimm mörk úr sex skotum.

Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir liðið en Benedikt Gunnar Óskarsson komst ekki á blað.

til baka