mið. 20. nóv. 2024 21:50
Árni og Sigríður.
Bleika slaufan fór framar björtustu vonum

Á 25 ára afmæli Bleiku slaufunnar seldust 40.000 Bleikar slaufur og einnig 500 Sparislaufur. Sparislaufan var hönnuð af listamanninum Sigríði Soffíu Níelsdóttur og afhenti hún Krabbameinsfélaginu ágóðann af sölunni, eða um 8 milljónir króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Krabbameinsfélagsins.

„Ógleymanlegur Bleikur október - ævintýri að fá að taka þátt í Bleiku slaufunni. Ég áttaði mig ekki á hversu risastórt þetta verkefni er og þvílíkur kærleikur, samstaða og gleði sem umlykur það,“ er haft eftir Sigríði Soffíu í tilkynningu.

Stuðningurinn skipitr miklu máli

Sparislaufurnar eru seldar í takmörkuðu magni en Sigríður gaf alla sína vinnu við hönnun og framleiðslu og afhenti félaginu ágóðann sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni.

„Við erum afar þakklát og meyr yfir frábærum viðbrögðum við slaufunni í ár, sem enn og aftur fóru fram úr okkar björtustu vonum og þeirri miklu velvild sem almenningur og fyrirtæki sýndu félaginu.

Starfsemi Krabbameinsfélagsins er öll rekin fyrir söfnunarfé svo stuðningurinn í Bleiku slaufunni skiptir gríðarlegu máli,“ er haft eftir Árna Reyni Alfredssyni, forstöðumanni fjáröflunar- og markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu.

til baka