Ţór frá Akureyri hafđi betur gegn nýliđum Aţenu, 82:68, á heimavelli ţegar liđin mćttust í 7. umferđ úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í kvöld.
Ţór er í áttunda sćti deildarinnar međ sex stig. Aţena er sćti neđar međ fjögur stig.
Í leiknum í kvöld var jafnrćđi međ liđunum stóran hluta leiksins en Ţórsarar voru ţó alltaf skrefinu á undan.
Í fjórđa leikhluta tókst Ţór ađ sigla fram úr og vann ađ lokum 14 stiga sigur.
Esther Fokke var stigahćst í leiknum međ 22 stig og tíu fráköst fyrir Ţór. Madison Sutton bćtti viđ 18 stigum, 17 fráköstum og fimm stođsendingum.
Hjá Aţenu var Elektra Mjöll Kubrzeniecka stigahćst međ 15 stig.
Ţór Ak. - Aţena 82:68
Gangur leiksins:: 0:8, 6:10, 12:12, 16:17, 20:21, 28:24, 34:29, 40:34, 45:39, 47:39, 53:42, 60:53, 64:60, 67:60, 76:63, 82:68.
Ţór Ak.: Esther Marjolein Fokke 22/10 fráköst, Madison Anne Sutton 18/17 fráköst/5 stođsendingar, Amandine Justine Toi 15, Emma Karólína Snćbjarnardóttir 12/5 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 10/5 stođsendingar, Natalia Lalic 5.
Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.
Aţena: Elektra Mjöll Kubrzeniecka 15, Dzana Crnac 11, Ajulu Obur Thatha 11/4 fráköst, Barbara Ola Zienieweska 9/5 fráköst/5 stođsendingar, Lynn Aniquel Peters 7/8 fráköst, Jada Christine Smith 6, Ása Lind Wolfram 4, Gréta Björg Melsted 3, Jade Edwards 2.
Fráköst: 18 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Jón Ţór Eyţórsson, Aron Rúnarsson, Hjörleifur Ragnarsson.
Áhorfendur: 153