Stjarnan gerđi frábćra ferđ á Hlíđarenda og lagđi ţar Val ađ velli, 81:66, í 7. umferđ úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í kvöld.
Stjarnan er eftir sigurinn í fimmta sćti međ sex stig og Valur vermir botninn međ fjögur.
Stjarnan virtist vera ađ leggja grunninn ađ sigrinum strax í fyrsta leikhluta ţegar stađan 29:10.
Í öđrum leikhluta gerđi Valur sér hins vegar lítiđ fyrir og jafnađi metin í 44:44 áđur en fyrri hálfleikur var úti.
Í síđari hálfleik náđi Stjarnan hins vegar stjórn á leiknum og vann ađ lokum öruggan 15 stiga sigur.
Denia Davis-Stewart fór á kostum fyrir Stjörnuna. Hún var stigahćst alla í leiknum međ 30 stig auk ţess sem hún tók 17 fráköst.
Diljá Ögn Lárusdóttir bćtti viđ 19 stigum og tíu fráköstum. Ana Clara Paz skorađi ţá 17 stig.
Hjá Val var Jiselle Thomas stigahćst međ 23 stig, sex fráköst og fimm stođsendingar. Alyssa Cerino bćtti viđ 16 stigum og tíu fráköstum.
Valur - Stjarnan 66:81
Gangur leiksins:: 2:5, 2:18, 4:26, 10:29, 14:34, 22:39, 32:42, 44:44, 48:50, 54:56, 54:58, 54:63, 54:71, 58:75, 60:79, 66:81.
Valur: Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 23/6 fráköst/5 stođsendingar, Alyssa Marie Cerino 16/10 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 11, Sara Líf Boama 9/5 fráköst, Eydís Eva Ţórisdóttir 4, Elísabet Thelma Róbertsdóttir 3.
Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.
Stjarnan: Denia Davis- Stewart 30/17 fráköst/4 varin skot, Diljá Ögn Lárusdóttir 19/10 fráköst/6 stođsendingar, Ana Clara Paz 17/4 fráköst, Kolbrún María Ármannsdóttir 12/5 fráköst/6 stođsendingar, Heiđrún Björg Hlynsdóttir 2/4 fráköst, Fanney María Freysdóttir 1.
Fráköst: 31 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jakob Árni Ísleifsson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 113