mið. 20. nóv. 2024 21:37
Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö mörk í kvöld.
Óstöðvandi í Meistaradeildinni

Orri Freyr Þorkelsson átti stórleik fyrir Sporting Lissabon þegar liðið vann stórsigur á París SG, 39:28, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld.

Sporting er í þriðja sæti riðilsins með 11 stig, einu á eftir PSG og Veszprém í sætunum fyrir ofan.

Orri Freyr skoraði sjö mörk fyrir Sporting í leiknum og var næstmarkahæstur.

Í sama riðli gerði Íslendingalið Fredericia jafntefli við Eurofarm Pelister, 29:29, í Bitola í Norður-Makedóníu.

Fredericia er í sjöunda sæti með þrjú stig, einu stigi minna en Pelister í sætinu fyrir ofan.

Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia, sem Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar. Arnór Viðarsson var ekki í leikmannahópnum.

til baka