mið. 20. nóv. 2024 22:22
Wendie Renard fagnar marki sínu fyrir Lyon í kvöld.
Chelsea og Lyon í átta liða úrslit

Chelsea og Lyon tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu með öruggum sigrum í fjórðu umferð riðlakeppninnar.

Chelsea fékk Celtic í heimsókn til Lundúna í B-riðli og vann 2:0. Chelsea er með fullt hús stiga, 12, og er því komið áfram.

Lucy Bronze, Wieke Kaptein og Eve Perriset skoruðu mörk Chelsea, sú síðastnefnda úr vítaspyrnu.

Í A-riðli vann Lyon glæsilegan endurkomusigur á Roma, 4:1. Lyon er með fullt hús stiga, 12 talsins, og er þar með búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum.

Roma náði forystunni á 74. mínútu þegar Giulia Dragoni skoraði en ekki leið á löngu þar til Lyon var búið að snúa taflinu við.

Varamaðurinn Kadidiatou Diani skoraði tvö mörk á tveimur mínútum, 77. og 79. mínútu áður en reynsluboltarnir Eugénie Le Sommer og Wendie Renard bættu við sitt hvoru markinu undir lokin.

til baka