mið. 20. nóv. 2024 23:05
Marcus Thuram hitar upp fyrir leik með franska landsliðinu gegn því ítalska á dögunum.
Sóknarmaður til Liverpool?

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur áhuga á að festa kaup á franska sóknarmanninum Marcus Thuram, sem leikur með Ítalíumeisturum Inter Mílanó.

Ítalska íþróttablaðið Gazzetta dello Sport greinir frá því að Liverpool hafi endurnýjað áhuga sinn á Thuram, sem er 27 ára.

Enska félagið sýndi honum einnig áhuga þegar Thuram lék með Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi og Þjóðverjinn. Jürgen Klopp var knattspyrnustjóri.

Hann er með ákvæði í samningi sínum um að leggi félag fram 70 milljóna punda tilboð í Thuram verður Inter að samþykkja það. Ákvæðið er í gildi út tímabilið 2027-28.

til baka