Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að lýsa yfir neyðarstigi vegna eldgoss við Sundhnúkagígaröðina.
Eldgos hófst klukkan 23.14 nærri Stóra-Skógfelli.
Samhæfingarstöð almannavarna hefur verið virkjuð og er þyrla Landhelgisgæslunnar að taka á loft með vísindamenn Veðurstofu og almannavarna.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/20/beint_eldgos_hafid_vid_stora_skogfell/